- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nýja bryggjan í Grundarfjarðarhöfn, Miðgarður, verður vígð við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 21. október klukkan 16:00. Smíði bryggjunnar hófst í júlí 2006. Hún er 80 metra löng og 20 metra breið og dýptin við hana er 6 metrar við stórstraumsfjöru. Hún mun leysa af Litlubryggju sem er 65 ára gömul, sem var 40 metra löng og 7,5 metrar á breidd.