Eins og kom fram í frétt í Vikublaðinu Þey 4. sept. s.l. hefur aðsókn að Sundlaug Grundarfjarðar verið með mesta móti í sumar. Í gær var gestagjöldinn kominn í 9.540.

 

Í fréttinni kom fram að fjöldinn hafi aldrei farið yfir 8.000 gesti síðan laugin var tekin í notkun. Skýringar á þessari miklu aukningu er ekki síst einstaklega gott veður í sumar. Ennfremur hefur á síðustu árum aðstaða batnað við laugina með tilkomu heitra potta.

 

Stefnt er að hafa sundlaugin opna fram eftir hausti þannig að enn er möguleiki á að það náist 10.000 gestir. Opið er virka daga frá 16-20 og laugardaga frá 13-17.