- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mesta fjölgun kjósenda á Vesturlandi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum er í Grundarfirði. Kjósendur á kjörskrá í Grundarfirði við sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. eru 631 en voru 581 við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Fjölgunin nemur 50 manns eða 8,6%. Á landinu öllu eru kjósendur 5,5% fleiri en við kosningarnar 2002 og á Vesturlandi er fjölgunin 3%.
Aðeins í Skilamannahreppi hefur kjósendum fjölgað meira en þar er nú kosið til sameinaðs sveitarfélags sunnan Skarðsheiðar og hefur kjósendum þar fjölgað samanlagt um 6,6%.