Matvælasjóður er með opið fyrir umsóknir til 21. september

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt.

Umsóknarfrestur í Matvælasjóð er til og með 21. september.
Atvinnuráðgjafar SSV bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Matvælasjóðs.

Hægt er að hafa beint samband atvinnuráðgjafa:
Helga Guðjónsdóttir   helga@ssv.is   s: 895-69707
Ólafur Sveinsson   olisv@ssv.is  s: 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir   olof@ssv.is   s: 898-0247