Ákvörðun um matsskyldu

Grundarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að sjóvörn og landfylling austan við Nesveg og fram á Framnes skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grundarfjarðar, með síðari skipulagsbreytingum, og í samræmi við deiliskipulag á Framnesi, austan Nesvegar. Ákvörðunin liggur frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og er aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins, sjá hlekk hér fyrir neðan og á grunnmynd www.grundarfjordur.is og á www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til og með föstud. 6. mars 2020.  

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði

 

Ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar

Grunnmynd/yfirlitsmynd, janúar 2020