- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er margt fróðlegt að finna á Internetinu, m.a. heimasíður sem Grundfirðingar hafa búið til og halda úti.
Á heimasíðu Guðjóns Elissonar, www.gauiella.is, er kominn inn tengill þar sem er að finna loftmynd af þéttbýli Grundarfjarðar.
Á síðunni segir: ,,Sum heimilanna og fyrirtækjanna sem sjást á þessari mynd eru með heimasíður og eru þá viðkomandi hús á loftmyndinni einnig tenglar inn á þær heimasíður sem við á. Endilega sendið tölvupóst til Gaua ef þið Grundfirðingar eruð með heimasíðu sem ekki er með tengil á húsið ykkar og mun því kippt í lag. Vonandi fæst bráðlega nýrri loftmynd líka.”
Þetta er skemmtileg hugmynd og frumkvæði hjá Gaua og óhætt að hvetja fólk til að kíkja inn á loftmyndina og leita að ,,húsum með heimasíður”…..
Á vafri yfir húsþökum bæjarins – á loftmyndinni - rakst undirrituð m.a. á heimasíðu fjölskyldunnar að Fossahlíð 7, en slóðin er þessi;
Húsfrúin þar á bæ rekur t.d. gallerí með vinkonu sinni (steinleir, listmunir) og í einum kafla síðunnar er að finna ljósmyndir af þeim munum sem þær búa til og selja. Undirrituð getur ekki látið hjá líða að nefna þetta hér, því bæði koma myndirnar vel út á skjánum og sennilega eru ekki margar heimasíður sem auglýsa grundfirskt handverk.
Á vefnum www.tsc.is (a la Maggi Soffa) sem er reyndar fyrirtækissíða, er að finna vefmyndavél. Þeir sem vilja sjá myndir frá ,,bestu höfn í heimi” ættu endilega að kíkja þar við, það er næstum hægt að anda að sér fersku sjávarloftinu og heyra fuglagargið…. a.m.k. er hægt að sjá hitastigið hverju sinni.
Ennfremur er hægt að fletta upp á tengli á síðunni sem heitir ,,Afmæli í dag” og þá koma upp á síðuna þeir íbúar Grundarfjarðarbæjar sem eiga afmæli á viðkomandi degi (kannski tilvalið að byrja hvern dag á því, svona til að vera viss um að gleyma nú ekki …..)