- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Miðvikudaginn 2. nóvember var haldinn málfundur um öryggismál sjófarenda í Grundarfirði. Fundurinn hófst kl. 20.00 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og var fundarstjóri Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar.
Fundurinn var sá fyrsti í röð funda um land allt um öryggismál. Málfundum þessum er ætlað að vekja athygli á einstökum þáttum í öryggismálum, svo sem nýjungum í öryggisfræðslu o.fl., og eru hluti áætlunar um öryggi sjófarenda.
Næstu fundir verða haldnir í nóvember á Ísafirði og Dalvík og á Þórshöfn í desember. Fundunum verður fram haldið í janúar 2006 á Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Í febrúar 2006 verður fundur um öryggismál í Grindavík og lýkur fundaröðinni með fundi í Hafnarfirði í febrúar 2006.
Málfundir um öryggi sjófarenda eru haldnir að tilhlutan verkefnisstjórnar áætlunar um öryggi sjófarenda. Að henni standa samgönguráðuneyti, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæsla Íslands, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og Siglingastofnun sem fer með framkvæmd áætlunarinnar.
Hér koma myndir af Fundinum sem haldin var í Grundarfirði, Myndasmiður er Sverri Karlsson