Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt lýsingu skipulagsverkefnis vegna endurskoðunar aðalskipulags bæjarins.

Í verkefnislýsingunni er gerð grein fyrir tilganginum með endurskoðun aðalskipulagsins og hvernig staðið verður að henni.

Þar er því lýst hvernig skipulagsgerðin tengist ýmsum öðrum áætlunum og stefnum ríkis og sveitarfélaga, t.d. hvernig tekið verður tillit til nýlegs svæðisskipulags fyrir Snæfellsnes. M.a. er farið yfir það hvernig unnið verður að greiningu og stefnumótun við áætlunargerðina, auk þess sem lýst er hvernig samráð verður við íbúa og aðra um verkefnið.

Lýsingin er nú aðgengileg hér á skipulagsvef bæjarins, www.skipulag.grundarfjordur.is þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar við það sem þar kemur fram.

 

Verkefnislýsingin er jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra aðila til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Auglýsing um lýsinguna er birt í Skessuhorni, Jökli og einu landsmálablaði dagana 15. - 16. júní 2016 og verður hægt að skoða prentútgáfu af henni á bæjarskrifstofunni frá og með 15. júní.  

Óskað er eftir að umsögn eða hverskonar ábendingar berist í síðasta lagi miðvikud. 13. júlí 2016. Í lýsingunni er að finna upplýsingar um hvert skuli senda umsögnina og þar eru einnig spurningar um efni sem sérstaklega er beint til lesenda.