- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær vill benda íbúum á að hafi þeir ábendingar eða athugasemdir vegna lýsingar í bænum, t.d. ef það vantar lýsingu eða perur í ljósastaura á ákveðna staði þá er hægt að senda ábendingu í gegnum hnappinn “Umhverfið mitt” á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, sjá hér.
Einnig er hægt að senda ábendingar í tölvupósti á grundarfjordur@grundarfjordur.is.
Við komum ábendingum áfram til Rarik, sem er þjónustuaðili Grundarfjarðarbæjar, varðandi ljósastaura.
Einnig hvetjum við íbúa nú sem fyrr að þegar myrkrið er að skella á að vera vel upplýst og sjáanleg.
Endurskinsmerki er mikilvægur hluti af því að vera vel upplýstur og sýnilegur og á það við um börn sem og fullorðna.
Starfsmenn Grundarfjarðarbæjar vilja einnig hrósa þeim sem hafa verið vel upplýstir og sjáanlegir á götunum, t.d. má nefna hlaupara sem var með endurskinsmerki sem og úlnliðs- og höfuðljós á hlaupum um bæinn.
Förum varlega og njótum líðandi stundar.