- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Með forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar til Alþingis nr.14/2009 hefur verið ákveðið að kosningar skuli verða laugardaginn 25. apríl 2009.
Samkvæmt a-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. a-lið ákvæðis til bráðabirgðar í lögum nr. 16/2009, skal taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitafélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fjórum vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1 gr. kosningalaga.
Þetta þýðir að við alþingiskosningar í næsta mánuði verða menn á kjörskrá í því sveitafélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardaginn 28. mars 2009.
Lögheimilisflutningar milli sveitafélaga og innan sveitafélags, sem eiga sér stað eftir 28. mars 2009, koma ekki til álita við alþingiskosningar í næsta mánuði, sbr. 3.mgr. 27. gr. kosningalaga. sbr. a-lið ákvæðis til bráðabirgðar í lögum nr. 16/2009