Fréttatilkynning frá FMR:

 

Samkvæmt endurmatinu hækkaði lóðarmat íbúðarhúsnæðis verulega. Lóðarmat sérbýlis hækkaði um 101% og fjölbýlis um 135%. Lóðarmat íbúðarhúsalóða er reiknað með svipuðum hætti um land allt. Um er að ræða tvær formúlur; eina fyrir sérbýli, þar sem stærð lóðar hefur áhrif og aðra fyrir fjölbýli þar sem lóðarstærð hefur ekki áhrif. Í báðum tilfellum hafa bæðir stærð hússins og lóðarprósentan áhrif. Þessar formúlur voru myndaðar í stóra endurmatinu 2001, sjá greinargerð um endurmatið 2001 á heimasíðu FMR. Endurmatið í Fjarðabyggð 2004 og endurmatið í Grundarfirði nú byggja á endurskoðaðri aðferð við reikning húsmatis en lóðarmatsformúlur eru sömu gerðar og þær voru 2001.

 

Lóðarformúlur í Grundarfirði samkv. endurmatinu:

Sérbýli:

Lóðarmat í þús. kr.= 2,669 × BirtFlm + 10,159 × LóðPró + 50,518 × Kvaðratrót(LóðFlm)

 

Fjölbýli:

Lóðarmat í þús.kr. = 5,082 × BirtFlm + 12,588 × LóðPró + 158,76

 

Þar sem

BirtFlm : Er birt flatarmál íbúðarhúss að bílskúr meðtöldum.

LóðPró : Er hlutdeild í lóð í heilum prósentum (t.d. einbýli: LóðPró=100).

LóðFlm : Er flatarmál lóðar, eða sá hluti lóðarflatarmáls sem fellur til eignarinnar samkvæmt lóðarhlutdeild.

Matsupphæðir milli 1 og 2 millj. eru snyrtar (e. round) miðað við næstu 5 þúsund.

Matsupphæðir milli 2 og 10 millj. eru snyrtar miðað við næstu 10 þúsund.

 

Um langt árabil hafa gatnagerðargjöld á Íslandi verið háð stærð og gerð húsa. Það sama má segja um tengigjöld vegna hitaveitu. Kostnaður leigulóðarhafa vegna gatnagerðargjalda og vegna tengigjalda (þ.e. vegna hita, rafmagns, vatns og frárennslis) er grundvöllur lóðarréttinda hans og því jafnframt grundvöllur að verðmætamati lóðarinnar. Þess vegna eru birt flatarmál húss, lóðarhlutdeild og stærð lóðar eðlilegir áhrifaþættir í lóðarmatsformúlum.

 

Lóðarmatið nýja og húsmatið byggja á túlkun um 80 kaupsamninga yfir fullbyggðar lóðir frá árunum 2002 til 2006. Það liggur ekki í augum uppi hvernig skipta á kaupverði niður á annars vegar hús og hins vegar lóð. Því er ekki úr vegi að bera nýja lóðarmatið saman við lóðarkostnað í Grundarfirði í dag.  Í línuritunum sem hér fylgja er áætlaður lóðarkostnaður samansettur af þremur hlutum, þ.e. gatnagerðargjöldum, tengigjöldum og kostnaði vegna frágangs lóðar. Um gatnagerðargjöld gilda tvær gjaldskrár, sú nýja nr. 273/2006 og eldri gjaldskrá nr. 899/2003. Sjá heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is.