Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2012 er enn í fullum gangi.

 

Þema samkeppninnar í ár er Fólkið í bænum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka og á tímabilinu apríl til september. Samkeppnin stendur til 30. september 2012 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir. Sjá nánar í fyrri auglýsingu hér.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.

Tilgangur keppninnar er að Grundarfjarðarbær komi sér upp góðu safni mynda úr sveitarfélaginu til að nota við kynningarstarf og annað sem viðkemur starfsemi bæjarins.

Myndir valdar af þátttakendum verða sýndar á ljósmyndasýningu sem haldin verður á Rökkurdögum í október 2012.