- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verður haldin í fimmtánda sinn í ár. Það er menningarnefnd sem heldur utan um keppnina og hefur ákveðið að þema keppninnar í ár verði “Gleði”.
Unnið hefur verið að því að skanna inn myndir Bærings Cecilssonar sem einmitt tók myndir af helstu viðburðum og mannlífi í bænum hér á árum áður. Myndir hans hafa verið birtar vikulega undir liðnum Sjöa vikunnar og þar má sjá hinar ýmsu myndir af samkomum, mannlífi, heimsóknum og svo mætti lengi telja.
Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2023 til 18. nóvember 2024 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir. Myndir sem sendar eru inn í keppnina mega ekki hafa verið birtar á neinum miðlum fyrr en að verðlaunaafhendingu lokinni.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjár áhugaverðustu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.
Tilgangur keppninnar er að ýta undir áhuga á ljósmyndun meðal bæjarbúa, virkja þátttöku þeirra og fá nýja sýn á bæjarfélagið og samfélagið. Einnig er bærinn að koma sér upp góðu safni af myndum úr og af sveitarfélaginu til notkunar við kynningarstarf og annað sem viðkemur starfsemi bæjarins.
Enn sem áður hvetur Grundarfjarðarbær bæjarbúa til þátttöku. Það er alls ekki nauðsynlegt að eiga dýrar myndavélar til að taka þátt heldur eru það hugmyndaflug, staðsetning, birta, myndefni og tímasetning sem ráða því hvernig til tekst þegar smellt er af.
Reglur keppninnar:
Með mikilli tilhlökkun að sjá ykkar sjónarhorn á gleði í Grundarfirði,
Menningarnefnd