Míla tilkynnti í nóvember 2021 um lagningu ljósleiðara í Grundarfirði. Nú liggur fyrir að 94 heimili…
Míla tilkynnti í nóvember 2021 um lagningu ljósleiðara í Grundarfirði. Nú liggur fyrir að 94 heimili og nokkur fyrirtæki eiga kost á að tengjast ljósleiðara í sumar.

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Mílu 9. maí 2022 til íbúa vegna framkvæmda sem hefjast í næstu viku:

--- 

Míla er að hefja framkvæmdir við lagningu ljósleiðara til heimila í Grundarfirði.  

Míla vinnur nú að lagningu ljósleiðara til heimila víðsvegar um landið. Það er gríðarlega umfangsmikið verkefni að koma ljósleiðara til heimila um allt land og mun það taka nokkur ár fyrir fyrirtækið að ljúka því.

Nú er ætlunin að hefjast handa við lagningu ljósleiðara til heimila í Grundarfirði og er áætlað að ljósleiðaravæða 94 heimili í bænum á þessu ári. Þetta eru heimili við Eyrarveg 12, 14, 16 og 18, Fellabrekku 15, 17, 19 og 21, Grundargötu 40 – 98 og Sæból 1 – 48 og hefjast framkvæmdir við verkið í byrjun næstu viku.

Með tengingu við ljósleiðara Mílu fá heimilin möguleika á að nýta sér allt að 1 Gb/s háhraðatengingu sem ljósleiðarinn veitir og er það öflugasta heimilistengingin sem er í boði hjá Mílu.

Framkvæmdunum fylgir óhjákvæmilega nokkuð jarðrask, en Míla leggur sig fram um að lágmarka rask eins og mögulegt er og vanda frágang. 

--- 

Hér má svo lesa frétt um fund bæjarstjórnar með Mílu þann 12. apríl sl. og um áform um uppbyggingu ljósleiðarans.