- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Lítil síldveiði hefur verið síðustu daga í Grundarfirði, að sögn skipsverja á Sighvati Bjarnarsyni VE frá Vestmanneyjum. Veður er frekar óhagstætt þessa dagana og lítið að sjá af síld. Þrír síldarbátar eru í höfn í Grundarfirði og nota sjómennirnir tíma til að slappa að og taka göngutúra um bæinn eða eins og einn skipsverjinn sagði; “aðeins að viðra sig.“ Ágætis veiði var á sunnudaginn var og fengu sumir bátar allt að 1000 tonnum yfir daginn.
Frétt á vef Skessuhorns.