Þóra Karlsdóttir mun sjá um listvinnuskólann.
Þóra Karlsdóttir mun sjá um listvinnuskólann.

Grundarfjarðarbær stendur fyrir skapandi listavinnuskóla í ágúst.

Listavinnuskólinn er unninn í samstarfi við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi og er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands. Starfsfólk vinnuskóla er á aldrinum 14-16 ára (8. til 10. bekkur á komandi skólaári) og hafa þau starfað við fegrun og umhirðu svæða innan sveitarfélagsins, fyrr í sumar. Með Listavinnuskólanum gefst tækifæri til viðbótarvinnu við skapandi greinar.

Verkefnið: Aðstoðarmenn listamanns!

Listavinnuskólinn býður unglingunum að taka þátt í daglegum störfum listamanns og verður þeirra hlutverk að aðstoða listamanninn við undirbúning og framkvæmd á vinnslu á listaverkinu sjálfu.

Einnig fá þeir að kynnast störfum listamannsins frá hugmyndavinnu að fullunnu verki.  Hjálpa við uppsetningu og eða annað sem krefst og það sem þarf að framkvæma í lokinn.

Thora Karlsdóttir myndlistarmaður vinnur í marga miðla, hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2023. Hún hefur unnið mikið með innsetningar og hljóðverk undanfarin þrjú ár, ásamt því að fremja gjörninga og gera stóra skúlptúra úr pappamassa. En Thora vinnur mikið með tilfinningar og eigin reynslu í sínum verkum. Það er samt stutt í húmorinn og oft lætur hún hendinguna koma inn í lokinn. Þetta óvænta er svo spennandi og getur eitthvað sem fer ekki eins og ætlað var gefið ný og skemmtileg tækifæri.  Ferlið sjálft skiptir oft meira máli en verkið sjálft.

Það verður spennandi að fylgjast með hvaða verk Thora setur fram sem afrakstur af þessum tíma með listavinnuskóla krökkunum, en eitt er víst að þau munu öll fá að spreyta sig í spennandi vinnuferlinu og fá mjög góða innsýn í líf og störf listamannsins.

Markmið þessa verkefnis er að búa til enn skemmtilegra, hampa því óvænta, vera vettvangur róttækra tilrauna með umhverfið og gera svæði meira aðlaðandi þannig að fleiri vilji nýta. 

Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi mun fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar mun halda utan um verkefnið, útvega efnivið og verkfæri sem þarf í verkefnið í samvinnu við Thoru.

Vinnutíminn er frá 6. til 9. ágúst nk. frá 10:00 - 14:00.

Sjá nánar um Vinnuskólann 2024 - reglur og starfskjör

Laun 2024 eru þannig:

 

Tímakaup

8. bekkur (fæðingarár 2010)

1.330 kr.

9. bekkur (fæðingarár 2009)

1.596 kr.

10. bekkur (fæðingarár 2008)

1.862 kr.

 

 

Umsóknareyðublöð má nálgast á bæjarskrifstofu eða prenta út hér..

Það má skila inn umsóknum rafrænt á netfangið ithrott@grundarfjordur.is eða skila út fylltu blaði á bæjarskrifstofu.

 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi í netfanginu ithrott@grundarfjordur.is