Artak350 Residency í Grundarfirði

Larisa Crunțeanu myndlistarmaður frá Rúmeníu

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Artak350 í Grundarfirði.

Gestalistamaður mánaðarins, Larisa Crunțeanu, sýnir sérvalin vídeóverk í Bæringsstofu, bíósal Sögumiðstöðvarinnar í Grundarfirði, sunnudaginn 12. desember frá klukkan 15 til 19.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Larisa er stödd hér á landi sem hluti af menningarverkefni Rúmeníu í samstarfi við Artak350. Hún dvelur nú á gestavinnustofunni þar sem hún mun vinna að nýju verki næstu þrjár vikurnar.

Larisa (f.1986) vinnur með vídeóverk, flutning og hljóðsöfn. Með verkunum sínum skapar hún samhengi þar sem staðreyndir og minningar eru endurvaktar og hvetur til tilkomu nýrra starfsvenja. Mörg verka hennar endurspegla hugmyndir sem liggja að baki hluta og sagna.

Verk Larisu flakka milli raunveruleikans og skáldskapar í endalausu samtali við áhorfandann og spila á óljósum mörkum milli vídeólistar, kvikmyndagerðar og heimildamyndagerðar.

Hún hefur sýnt í ýmsum virtum stofnunum víða um heim, þar á meðal National Museum of Contemporary Art í Búkarest, SAVVY í Berlín, Zacheta Project Room í Varsjá, RKI Berlín og Museu deArte Brasieira – MAB FAAP í São Paulo Brasilíu.

Þetta er hennar fyrsta sýning á Íslandi.  

Dvöl hennar er styrkt að fullu í gegnum EU styrk sem er hluti af verkefni ARTAK  og RO.

Verkefnið er styrkt af  EEA Grants 2014-2021 með Rúmeníu í gegnum RO-Menningar verkefni í samvinnu við Artak350.

 

This project is financed with the support of EEA Grants 2014 – 2021 within the RO-CULTURE Program.

The EEA Grants represent the contribution of Iceland, Liechtenstein and Norway towards a green, competitive and inclusive Europe. There are two overall objectives: reduction of economic and social disparities in Europe, and to strengthen bilateral relations between the donor countries and 15 EU countries in Central and Southern Europe and the Baltics.

The three donor countries cooperate closely with the EU through the Agreement on the European Economic Area (EEA). The donors have provided €3.3 billion through consecutive grant schemes between 1994 and 2014. For the period 2014-2021, the EEA Grants amount to €1.55 billion. More info on: www.eeagrants.org and www.eeagrants.ro

RO-CULTURE is implemented in Romania by the Ministry of Culture through the Project Management Unit. The Programme aims at strengthening social and economic development through cultural cooperation, cultural entrepreneurship and cultural heritage management. The total budget amounts to 34 million EUR. More details are available on www.ro-cultura.ro