LÍFSHLAUPIÐ HEFST 7. FEBRÚAR 2024!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum.

Skráðu þig og liðið þitt til leiks, sæktu appið og skemmtu þér við að bæta heilsuna!

Setningu Lífshlaupsins verður streymt beint kl. 12:00-13:00 á morgun (7. febrúar).
«Hér verður hægt að fylgjast með»

Hreystihópar 67+ er nýr keppnisflokkur.

Fyrir eru flokkarnir: Vinnustaðakeppni, grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Markmið með Lífshlaupinu er að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega.

 Lífshlaupið hefst núna 7. febrúar og stendur yfir í 3 vikur. Skráning er hafin.

Lífshlaupið er kjörin vettvangur til þess að hvetja fólk til aukinnar hreyfingar.

Skráning í Lífshlaupið