- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá Hestaeigendafélagi Grundarfjarðar frá áramótum, meðal annars spilakvöld, sunnudagsreiðtúrar og kaffi á eftir. Haldin var rekstrardagur þar sem var farið seinnipart föstudags og hrossin rekin út að Kirkjufellsbrekku og til baka með tilheyrandi hamagangi. Greinilegt var að hrossunum leiddist það ekkert að geta teygt aðeins úr sér án knapa. Á eftir var boðið upp á súpu og brauð, horft á videó og spjallað fram á kvöld. Allmargir félagar eru á reiðnámskeiði hjá Lárusi Hannessyni sem er einu sinni í viku og framundan er fyrirlestur um litaerfðir hesta, einnig páskamót og árshátíð.