Líf og fjör var í íþróttalífinu í gær. 5. fl ka spilaði við Skallagrím hér í Grundarfirði. Lið Skallagríms vann leikinn 6-1. Mark UMFG skoraði Randver. Strákarnir í UMFG áttu ágætis leik en hitt liðið var einfaldlega sterkara. 5.fl kv spilaði við B lið Skallagríms stelpurnar voru bara 7 þannig að þær fengi smá aðstoð í seinni hálfleik frá þeim Sigurbirni og Aroni. Leiknum lauk með sigri Skallagríms 4-3. Það voru þær Alexandra (með 2 mörk ) og Erna Katrín sem skoruðu mörk UMFG.

 

4.fl kv spilaði í Laugardalnum við lið Þróttar R. Stelpurnar í UMFG unnu leikinn 4 – 2. Reyndar fengu Þróttarar smá aðstoð við markaskorun því að Silja Rán var með sjálfsmark. Mörk UMFG skoruðu Helga Rut ,Laufey og Hanna, einnig skorðuð Þróttarar eitt sjálfsmark.

 

Eftir leikinn í Laugardalnum lá leiðin í Garðinn þar sem 3. fl kv mætti liði GVR, sem er sameiginlegt lið Grindavíkur, Reynis og Víðis. Einungis fjórar 3. fl stúlkur voru í liði UMFG hinir leikmennirnir voru stelpurnar sem fyrr um daginn spiluðu með 4. fl kv. GVR vann leikinn 4-1 og það var Helga Rut sem skoraði fyrir UMFG.

3. fl ka HSH tók á móti Aftureldingu á Ólafsvíkurvelli. Leiknum lauk með sigri aftureldingar 7-0

 

Héraðsmót HSH í sundi er í Stykkishólmi í kvöld og á morgun Föstudag byrjar  KB banka mótið í Borgarnesi.