þann 27 nóvember sl.  áttust við UMFG og Afturelding í 2 deild karla austur. Leikurinn hófst kl. 20:30 og lauk kl. 22:34.  Spilað var fyrir fullu húsi áhorfenda.  Mosfellingar náðu sér vel á strik strax í fyrstu lotu og unnu hana sannfærandi 25 – 19.

Í annari lotu komust Grundfirðingar betur í leikinn en töpuðu lotunni 24 – 26. Þrátt fyrir að vera komnir undir 0 -2 gáfust heimamenn ekki upp og með frábærri baráttu í liðinu og aðstoð áhorfenda sem studdu vel við sitt lið með gríðarlegri stemmingu unnu þeir þriðju lotu 34 – 32.  Ótrúlegar tölur og lotan var 32 mínutur og reyndi töluvert á leikmenn. Hér var stemmingin með ólíkingum í húsinu og setti það gestina alveg út af laginum. Í fjórðu lotu unnu heimamenn 25 – 21 og í oddalotu  náðu Grundfirðingar að landa sigri 3- 2  með því að vinna lotuna 15-8 í frábærri stemmingu í íþróttahúsinu í Grundarfirði í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur sem fengu vel fyrir aðgangseyrinn. Takk fyrir stuðninginn.

 

Garðar Svansson