Leikskólabörn að leik í nýju húsnæði
 

Leikskólinn Sólvellir tók til starfa aftur eftir sumarfrí í dag, 14. ágúst. Nýbygging leikskólans var jafnframt tekin í notkun í dag. Viðbyggingin er 173 m² að stærð og hýsir m.a. eldhús og starfsmannaaðstöðu. Auk viðbyggingarinnar var elsti hluti húsnæðisins endurbætt og andyri stækkað og endurnýjað. Byggingin er hin glæsilegasta og voru bæði starfsmenn og börn glöð í bragði í dag.

Anna Husgaard í nýju eldhúsi
 

Andyri leiksólans var stækkað og endurbætt.