Miðvikudaginn 7. nóvember fékk Leikskólinn Sólvellir  afhentan grænfánann sem er  umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum.  Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um  umhverfismál. Rannveig Thoroddsen frá Landvernd kom og afhenti okkur fánann. Við það tilefni komu foreldrar og aðrir gestir til að vera viðstaddir. Nemendur úr 1. bekk komu einnig en þeir hafa unnið að þessu verkefni þegar þeir voru í leikskólanum. Rannveig afhenti elstu nemendum leikskólans fánann og fóru þau með hann út  þar sem honum var flaggað á flaggstönginni.

Til að fræðast meira um grænafánann er hægt að fara inn á heimasíðu hans

http://www.landvernd.is/graenfaninn/