- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag eru 45 ár frá því að leikskólastarf hófst í Grundarfirði, en það var þann 4. janúar árið 1977 sem opnaður var leikskóli í húsi grunnskólans. Þann 15. nóvember 1979 varð Leikskólinn Sólvellir svo til, þegar starfsemin flutti úr grunnskóla í eigið húsnæði að Sólvöllum 1, þar sem hann er enn í dag.
Hér má lesa um sögu Leikskólans Sólvalla.
Vegna aðstæðna er ekki hægt að efna til samkomu af einhverju tagi í dag, en nk. föstudag munu nemendur og starfsfólk gera sér glaðan dag með kökum og blöðrum og einhverju skemmtilegu.
Í tilefni dagsins birtum við myndir úr ljósmyndasafni Bærings Cecilssonar sem sýna leikskólastarf fyrri ára - um leið og við óskum öllum nemendum og starfsfólki leikskólans, til 45 ára, til hamingju með daginn!