- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn 1. apríl bauð Sigurður Heiðar Valgeirsson, nemandi í leikskólanum, elstu börnunum úr leikskólanum í heimsókn út í hesthús til að skoða þrjú nýfædd lömb. Heimsóknin gekk mjög vel. Börnin sýndu mikinn áhuga á kindunum og afkvæmum þeirra. Krakkarnir fengu að gefa hey og leika sér í hlöðunni. Einnig sáu þau hund og kött sem þeim fannst gaman að leika við.
Þeim var einnig boðið upp á kleinur og muffins sem þau gerðu góð skil. Á heimleiðinni kíktu þau líka í hesthúsið til Bjarna og skoðuðu hestana hennar Brynju Gnár. Veðrið var einstaklega gott og nutu börnin þess að ganga út í hesthús í veðurblíðunni.