- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Leiðbeinendur á Leikskólanum Sólvöllum
Hefur þú gaman af vinnu með börnum?
Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða leiðbeinanda til starfa. Ráðið er í starfið frá 1. mars nk. eða eftir samkomulagi.
Leitað er að jákvæðum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum, eru jákvæðir og eiga gott með samskipti og eru sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við fjölbreytt, faglegt og lifandi leikskólastarf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri,
í síma 438 6645 eða í heiddis@gfb.is
Sótt er um starf leiðbeinanda á vef Leikskólans, https://solvellir2.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með rúmlega 40 nemendur á aldrinum
1-4 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði.
Umsóknarfrestur er til 13. febrúar.
Vertu með okkur í skemmtilegu og þroskandi starfi!