- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Leiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Eden
Laus er til umsóknar starf leiðbeinanda í kvöldstarfi unglinga í félagsmiðstöðinni Eden. Félagsmiðstöðin býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára. Um er að ræða tvö til þrjú kvöld í viku á milli kl. 20. og 22.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipuleggja faglegt tómstundastarf unglinga í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa.
• Leiðbeina unglingum í leik og starfi.
• Þróa starfið í samvinnu við börn og unglinga.
Hæfniskröfur
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
• Hreint sakavottorð.
• Áhugi á að vinna með unglingum.
• Frumkvæði, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
• Góð færni í mannlegum samskiptum.
• Gott vald á íslensku máli
• Reynsla af störfum á vettvangi tómstunda eða æskulýðsmála er kostur.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20. ára aldri. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu sendast á ithrott@grundarfjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2021.
Sótt er um starf leiðbeinanda á vef Grundarfjarðarbæjar, Grundarfjörður (grundarfjordur.is)
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi á skrifstofutíma í síma 430-8500 eða ithrott@grundarfjordur.is