- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hefur þig alltaf dreymt um að búa við sjávarsíðuna, umvafin(n) fjallasýn, þar sem veðrið kemur þér á óvart hvern dag og nágrannakærleikur er ríkjandi? Flytja í samheldið samfélag þar sem stutt er í dýrðlega náttúru og alla helstu þjónustu og þar sem hugmyndirnar verða að veruleika?
Þá erum við með tækifærið fyrir þig.
Þann 9. júní sl. á 262. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum í Grundarfjarðarbæ. Áður hafði verið í gildi 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á viðkomandi lóðum.
Á meðfylgjandi mynd eru sýndar áhugaverðar lóðir, þ.e.
Grundarfjarðarbær veitir tímabundinn 75% afslátt af gatnagerðargjöldum á tilteknum eldri lóðum í Grundarfirði. Þær lóðir sem afslátturinn gildir um eru eftirtaldar:
Íbúðarlóðir:
Iðnaðar- og athafnalóðir:
Lágmarksgjald skv. gjaldskrá gatnagerðargjalda er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald helst óbreytt.
Lóðaúthlutun og framkvæmdir fara eftir nánari skilmálum sem bæjarstjórn hefur samþykkt.
Nánari upplýsingar um lóðaúthlutun og skilmála um afslátt:
Skilmálar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum