- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Leikskólinn Sólvellir
Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða deildarstjóra í 100% starf og starfsmann í stuðning í 80% starf.
Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með um 40 nemendur á aldrinum 1-4 ára.
Deildarstjóri
Óskað er eftir deildarstjóra til starfa á Drekadeild, með börnum á aldrinum 3-4 ára. Um er að ræða 100% stöðu með vinnutíma frá kl. 08:00-16:00. Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá og nýrri menntastefnu bæjarins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.
Starfmaður í leikskóla með stuðning
Óskað er eftir starfsmanni í leikskóla sem sér um stuðning innan leikskólans. Starfsmaður starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá og nýrri menntastefnu bæjarins.
Starfshlutall er 80% með vinnutíma frá kl. 08:00-14:30. Um er að ræða tímabundið starf til 7. júlí 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Laun eru greidd skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
---
Nánari upplýsingar um bæði störfin veitir Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri í síma 4386645 eða gegnum netfangið heiddis@gfb.is
Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað sem umsækjandi telur skipta máli.
Einstaklingar af öllum kynjum er hvattir til að sækja um.
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda, í samræmi við gildandi lög sem varða störfin.
Sótt er um störfin með því að senda á netfangið heiddis@gfb.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2024
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.