- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um starf slökkviliðsstjóra. Starfið er hlutastarf sem getur hentað vel með öðru starfi. Ekki er um fastákveðinn vinnutíma að ræða en starfinu er sinnt eftir því sem þörf er fyrir hverju sinni. Slökkviliðsstjóri þarf að hafa reynslu af starfi í slökkviliði. Iðnmenntun eða vélstjórnarréttindi eru æskileg. Slökkviliðsstjóri sér um að tæki og búnaður slökkviliðsins sé ætíð tiltækur og tilbúinn til notkunar. Slökkviliðsstjóri sér um að slökkviliðið fái nauðsynlegar æfingar og að nægilegt lið sé tiltækt hverju sinni til þess að sinna útköllum. Slökkviliðsstjóri er æðsti yfirmaður slökkviliðsins og stjórnar því á æfingum og í útköllum. Helstu samráðsaðilar eru skipulags- og byggingafulltrúi og varaslökkviliðsstjóri.
Launakjör fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 22. október n.k. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30, Grundarfirði. Einnig er hægt að senda umsókn rafrænt með eyðublaði sem finnst á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar á slóðinni: http://www.grundarfjordur.is/default.asp?Sid_Id=29005&tId=11