Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir leikskólakennara til starfa sem fyrst. Ef ekki fæst leikskólakennari í stöðuna er heimild til að ráða í stöðu leiðbeinenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 

Hæfniskröfur:

Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun

Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg

Færni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði í starfi

Jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Góð íslenskukunnátta

 

Vakin er athygli á að starfið hentar jafnt konum sem körlum.

 

Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda tölvupóst á matthildur@gfb.is. Umsóknir berist til leikskólastjóra á eyðublöðum sem nálgast má í leikskólanum eða á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.

 

Umsóknarfrestur til 28. febrúar.

 

Eldri umsóknir óskast staðfestar.