- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Umsjón með eldhúsi
Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða starfsmann í umsjón með eldhúsi leikskólans í 20-25% starf. Leikskólinn stefnir að því að verða Heilsueflandi leikskóli og eru starfshættir í samræmi við það.
Starfið felst í yfirumsjón og skipulagningu á starfsemi eldhúss, gerð matseðla, innkaupum og samskiptum við birgja, auk leiðsagnar við eldamennsku og matreiðslu eftir atvikum. Eldhúsið sér um mat fyrir um 50 manns daglega, þ.e. morgunverð, hádegisverð og miðdegishressingu. Í eldhúsi starfar einnig aðstoðarmatráður.
Starfið og fyrirkomulag í eldhúsi er til reynslu þetta skólaár, þ.e. út júní 2023.
Starfshlutfall er 20-25% með möguleika á hærra starfshlutfalli við afleysingu inni á deild.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
· Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi
· Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á heiddis@gfb.is
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda í samræmi við lög.
Sótt er um starf við á heimasíðu leikskólans, hér.