- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Eldhamrar auglýsa eftir starfsmanni/leikskólakennara í 100% starf frá og með 14.ágúst.
Þar sem deildin er nokkuð sjálfstæð fylgja starfinu fjölbreytt verkefni eftir dögum. Eldhamrar eru staðsettir innan Grunnskóla Grundarfjarðar og er deildin fyrir börn á aldrinum 5-6 ára, eða á síðasta ári í leikskóla. Grunnþættir menntunar sem fjallað er um í aðalnámskrá eru fléttaðir inn í daglegt starf Eldhamra. Grunnþættirnir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Við leitum að leikskólakennurum eða starfsfólki með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.
Vinnutími er frá 8-16 en starfsmenn á deildinni skipta með sér að opna og loka deildinni.
Hæfniskröfur:
• Áhugi á að vinna með börnum
• Starfsreynsla á leikskólastigi æskileg
• Jákvæðni og sveigjanleiki
• Góð færni í mannlegum samskipum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð íslenskukunnáttu æskileg
Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 29. maí 2023. Sótt er um á netfangið sigurdur@gfb.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans www.grundo.is eða á Instagram síðu Eldhamra.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Sigurði Gísla, skólastjóra í síma 430-8550 eða á netfangið sigurdur@gfb.is, hjá deildarstjóra deildarinnar, Hallfríði Guðnýju í netfangið hallfridur@gfb.is .
Einnig verðandi deildarstjóri Eldhamra, Elísabet Kristín í netfangið elisabet@gfb.is Eldhamrar er leikskóladeild í Grunnskóla Grundarfjarðar sem fylgir sér dagatali. Gott samstarf og samvinna er á milli leik- og grunnskóla. Skólinner Grænfánaskóli og er mikið lagt upp úr útikennslu.