- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Miðvikudaginn 3. september ætlar fulltrúi Evrópu og unga fólksins að koma til okkar á Snæfellsnesið og vera með kynningu á starfsemi skrifstofunnar.
Evrópa unga fólksins er rekin af Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hlutverk skrifstofunnar er að veita styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB.
Þetta er kjörin kynning fyrir alla þá sem er að vinna með ungu fólki. Hér eru mög skemmtileg tækifæri sem okkur gætu mögulega boðist.
Fyrirlesturinn verður í Bæringsstofu kl. 16:00 næstkomandi miðvikudag, 3. september. Látum þetta gjarnan berast til allra þeirra sem gætu haft gagn og gaman af.