Mánudaginn 13. ágúst nk. verður opið hús í Samkomuhúsi Grundarfjarðar milli 18 og 21 þar sem kynnt verður vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar.


Tillagan sem samþykkt var af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn í maí sl. hefur verið til sýnis hér á vef skipulagsverkefnisins síðan í lok maí sl. og legið frammi á bæjarskrifstofunni.


Íbúar eru hvattir til að kíkja við á opnu húsi hvenær sem er á þessum tíma. Tillagan verður kynnt tvisvar (sama kynning), sú fyrri kl. 18.30 og sú síðari kl. 20. Þess á milli sitja skipulags- og umhverfisnefnd og skipulagsráðgjafi fyrir svörum.


Nánari auglýsingar munu birtast í næstu viku. Endilega takið tímann frá.

Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar