- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í ár eru 20 ár frá því að fyrsta kvennahlaupið var haldið og vonast forsvarsmenn hlaupsins til að konur um allt land fjölmenni. Hlaupið verður haldið 20 júní um land allt og auglýsingar hafa birst í Morgunblaðinu með upplýsingum um hlaupastaði.
Hér í Grundarfirði verður líka hlaupið og er mæting laugardaginn 20 júní kl. 12:00 við íþróttahúsið, og lagt af stað 12:10. Allar konur ættu að finna einhverja vegalengd við sitt hæfi hvort sem þær vilja ganga eða skokka. Þær sem vilja nálgast kvennahlaupsboli fyrir hlaupið geta haft samband við Kristínu H í S: 8993043 eða komið við í Gröf 4. Bolirnir eru fallega bleikir í ár og skráningargjaldið er það sama og hefur verið, 1000 kr.