- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ mun fara fram í 32. sinn laugardaginn 11. september 2021.
Í Grundarfirði mætum við kl. 11:00 við íþróttahúsið og hlaupum, göngum, hjólum saman. Frítt er í sund fyrir þátttakendur að hlaupinu loknu.
Hlaupið verður á hátt á 70 stöðum víða um landið. Skipuleggjendur hlaupsins hvetja alla til að taka þátt, óháð aldri, þjóðerni eða kyni - en gætum þó sóttvarnarreglna.
Sjá nánar í tilkynningu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
Fyrsta hlaupið fór fram árið 1990 og var þá markmiðið að hvetja konur til hreyfingar. Í dag er þó áherslan ekki síður á samveru og samstöðu kvenna í hlaupinu. Hver og ein(n) tekur þátt á sínum eigin forsendum; gengur, hleypur eða hjólar þá vegalengd sem viðkomandi kýs.
Umhverfisvænni sjónarmið - bolir
Bolur kvennahlaupsins í ár er úr 100% bómull og fylgir framleiðsluferlið stöðlum Global Organic Textile Standard (GOTS) og verður upplagið minna en það hefur verið árin áður. Þátttakendur geta valið hvort þeir kaupa bol eða ekki en samkvæmt tilkynningunni er þetta fyrst og fremst gert með tilliti til umhverfissjónarmiða.
Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að nálgast á heimasíðu Kvennahlaupsins.