- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sunnudaginn 31. ágúst var síðasta messa Sr. Elínborgar Sturludóttur í Setbergsprestakalli. Margir mættu til að kveðja Elínborgu og fjölskyldu hennar í athöfn sem var hátíðleg og skemmtileg. Runólfur Guðmundsson formaður sóknarnefndar færði Elínborgu, og eiginmanni hennar Sr. Jóni Ásgeiri Sigurvinssyni, að gjöf mynd af Grundarfirði sem tekin er ofan af Kirkjufelli. Einnig afhenti Guðmundur Ingi bæjarstjóri þeim hjónum aðra mynd af Kirkjufelli sem tekin er frá Kirkjufellsfossi að gjöf frá Grundarfjarðarbæ.
Elínborg hóf hér störf árið 2003 og hefur sinnt skyldum sínum með mikilli prýði og elju. Einnig sinnti Sr. Jón Ásgeir söfnuðinum með sóma þegar Elínborg fór í fæðingarorlof. Elínborg, Jón Ásgeir og börnin þeirra þrjú, Hallgerður Kolbrún, Sturla og Kolbeinn Högni, halda nú til nýrra verkefna í Stafholtsprestkalli og viljum við Grundfirðingar þakka þeim kærlega samveruna og óska þeim alls hins besta í framtíðinni.