- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þrettándinn er með breyttu sniði í ár - í takt við sóttvarnarráðstafanir.
Þó engin brenna verði eða flugeldasýning þá er margt hægt að gera sér til dægradvalar.
Jólagluggarnir lýsa flestir enn upp skammdegið og þar sem veðurspáin er okkur hliðholl seinni part dags þá hvetjum við ykkur eindregið til þess að klæða ykkur vel og fara út í kveðjugöngu og skoða gluggana í síðasta skiptið.
Kveðjum jólin og bjóðum nýtt ár velkomið með hreyfingu.
Hér er hlekkur á myndasíðu á Fésbók Grundarfjarðarbæjar fyrir jólagluggana, sem og staðsetning þeirra.
Gleðilegt ár kæru Grundfirðingar og velunnarar, nær og fjær!