- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kristín Björg Árnadóttir hefur verið ráðin í 30% starfshlutfall hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi frá og með 1. ágúst sl. en hún hefur aðsetur í Átthagastofunni í Snæfellsbæ.
Kristín mun hafa umsjón með fjarnámi og verður tengill stofnunarinnar við fjarnámsverin á Vesturlandi, fjarnema og þá háskóla sem þeir stunda nám við. Auk þessa mun hún sinna öðrum tilfallandi verkefnum á Snæfellsnesi. “Með þessari ráðningu er Símenntunarmiðstöðin að vinna að því að styrkja tengslin við svæðið enn frekar enda hafa verkefnin og sókn í námskeið á Snæfellsnesi aukist jafnt og þétt. Kristín er með vinnusíma 433-6929 og netfang kristin@simenntun.is,” segir í fréttatilkynningu frá Símenntundarmiðstöðinni.