- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Guðrún Ósk Hrólfsdóttir hefur gengið í slökkvilið Grundarfjarðar. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skráð í slökkviliðið og því mikil tímamót. Á æfingu liðsins í síðustu viku mættu tveir nýliðar, þau Guðrún Ósk og Árni Þórarinsson. Á myndinni hér að ofan eru nýliðarnir komnir í fullan skrúða og tilbúnir að hefjast handa.
Hér að neðan er mynd af fyrrverandi og núverandi slökkviliðsstjóra Grundarfjarðar þegar nýr slökkviliðsstjóri, Gunnar Pétur Gunnarsson, tók formlega við starfinu af Guðna Áslaugssyni. Guðni heldur áfram störfum í slökkviliðinu og er honum þakkað fyrir vel unnin störf sem slökkviliðsstjóri.