Samstarfið nær yfir 2-7 flokk karla og kvenna hjá Víking/Reyni, UMF Grundarfjarðar og Snæfell.

 

Af hverju erum við að þessu, að hafa samstarf um fótboltann á Snæfellsnesi? Við erum því miður mjög fámenn og árgangarnir koma í sveiflum þannig að mjög erfitt er fyrir félögin hvert fyrir sig að senda krakka til keppni á meðal hinna bestu svo sómi sé að sérstaklega þegar komið er í 11 manna bolta, þar einfaldlega náum við ekki í lið hvert í sínu lagi nema í einstaka undantekningartilvikum.

 

Krakkarnir munu æfa í sínu byggðarlagi, með sínum þjálfara, en yfirþjálfari verður Ejub Purisevic.Hann mun fara á milli staða og leiðbeina við þjálfun. Með yfirþjálfun erum við að reyna að tryggja að allir fái sömu grunnþjálfun. Flokkunum verður skipt niður á ákveðna þjálfara og verður sú skipting gefin út á heimasíðu samstarfsins sem verður opnuð fljótlega.

 

Haldnar verða sameiginlegar æfingar þar sem að krakkarnir og þjálfari ná að kynnast betur.

 

Ráðgert að fjölmenna á Unglingalandsmót (11-18 ára) sem alltaf fer fram um verslunarmannahelgina og keppa þar undir merkjum HSH en næsta mót fer fram á Hornafirði. Í vetur förum við á Íslandsmótið innanhúss og á Jólamót Kópavogs sem haldið er á milli jóla og nýárs. Auk þessa bærast við fleiri mót og/eða æfingaleikir.

 

Fyrirhugað er að senda flokkana á Íslandsmót og önnur mót eins og að neðan greinir í sumar.

 

 

Drengir:   Stúlkur:
2. flokkur - 11 manna bolti            2. flokkur - 7 manna bolti            
3. flokkur - 11 manna bolti 3. flokkur - 7 manna bolti
4. flokkur - 11 manna bolti 4. flokkur - 7 manna bolti
5. flokkur - 7 manna bolti 5. flokkur - 7 manna bolti

6. flokkur - pollamót og

                  önnur opin mót

6. flokkur - hnátumót og

                  önnur opin mót

7. flokkur - opin mót 7. flokkur - opin mót

 

Það sem krakkarnir hafa verið hræddastir við er það að sumum krökkum hefur fundist erfitt að spila með krökkum frá öðrum stöðum og fundu forráðamenn fyrir þessari hræðslu hjá krökkunum í sumar en þessi hræðsla var óþörf þar sem hún hvarf um leið og krakkarnir fóru að spila saman og kynnast.

 

Ljóst er að með auknum fjölda þarf að flokka krakkana niður eftir getu í a, b, c lið o.s.frv. Markmið með þessu er það að hafa eins mörg lið svo allir fái að taka þátt og njóta sín. Þegar þjálfari hefur flokkað niður í þessi lið getur (hefur) komið fyrir að foreldrar séu ósáttir með að barn þeirra sé ekki valið í a liðið. Við segjum hinsvegar leyfum barninu að njóta sín, styðjum það og því líður mun betur. Þarna ætti barnið að fá andstæðing með svipaða getu sem er mun betra heldur en að fá andstæðing sem er jafnvel töluvert betri og taka lítinn sem engan þátt í leiknum. Foreldrar, munið okkar hlutverk er að hvetja börnin.

 

F.h. knattspyrnusamstarfsins á Snæfellsnesi

Baldvin Leifur Ívarsson s: 897-6291

Gísli Ólafsson s: 894-4076

Pétur Kristinsson s: 894-8183

Jónas Gestur Jónasson s: 898-2495