Klezmer bandið skipað þeim Arnhildi, Elenu, Friðriki og Kristjáni lék gyðingatónlist sem kölluð er klezmer á Krákunni í gærkvöldi. Þetta er tónlist sem á rætur að rekja til gyðinga í Austur Evrópu þar sem farandsöngvarar, kallaðir "klezmorim" léku við brúðkaup og fleiri tilefni. Sjá má nánari upplýsingar um tónlistina hér.
![]() |
Klezmer bandið skipað þeim Arnhildi, Kristjáni, Jóni Ásgeiri gestasöngvara og kynni, Friðriki og Elenu. |
Tónleikarnir tókust einkar vel og var enn ein skemmtilega nýjungin á Rökkurdögum, menningarhátíð Grundfirðinga.
Nú fer að síga á seinni hluta þessarar hátíðar en nánari upplýsingar um þá atburði sem eftir eru má finna hér á heimasíðunni.