- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Opnuð hefur verið upplýsingasíða á vef Grundarfjarðarbæjar um kosningarnar 27. maí nk. Þar er m.a. hægt að kanna hvort einstaklingur sé á kjörskrá í Grundarfirði með því að slá inn kennitölu viðkomandi. Eftir því sem næst verður komist er Þessi möguleiki aðeins í boði hjá fáum sveitarfélögum. Eftir sem áður liggur kjörskrá frammi á bæjarskrifstofunni og á bókasafninu.
Tengill á upplýsingasíðuna er efst á vefnum og þar má auk kjörskrár nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar um kosningarnar, s.s. framboðslista, tengla á heimasíður framboða, tengil á kosningavef félagsmálaráðuneytisins, upplýsingar fyrir erlenda kjósendur o.m.fl.