- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kjörfundur vegna sameiningar fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi verður haldinn laugardaginn 8. október nk. Kjörstaður er í Samkomuhúsinu Grundarfirði. Kjörfundur stendur frá kl. 10.00 til kl. 22.00. Athygli er vakin á því að kjósendur geta þurft að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.
Allir þeir sem eiga kosningarrétt í sveitarstjórnarkosningum, sbr. 2. gr. laga nr. 5/1998 með síðari breytingum, eiga einnig rétt á að taka þátt í atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga. Sjá nánar kjörskrá sem liggur frammi á bæjarskrifstofunni.
Hægt er greiða atkvæði utan kjörfundar á lögreglustöðinni í Grundarfirði.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar hvetur íbúa til að mæta á kjörstað og taka afstöðu til tillögunnar.
f.h. kjörstjórnar Grundarfjarðarbæjar,
Bæjarstjórinn í Grundarfirði