Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson, október 2023.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson, október 2023.

Kirkjufell við Grundarfjörð heldur áfram að vekja athygli á alþjóðavettvangi.

Í nýrri grein á ferðavefnum Original Travel er fjallið titlað næst fegursta fjall heims, aðeins á eftir Vinicuna í Perú. Það er sett í hóp með náttúruundrum eins og Matterhorn, Mount Fuji og Table Mountain, sem er ekki amalegur félagsskapur. 

Umfjöllun vefsins nær til allt að 127 milljóna lesenda og er mikils virði fyrir Grundarfjörð og Snæfellsnes sem ferðamannastað.

Hér má lesa umfjöllunina á Original Travel.

Sívaxandi heimsóknir og umferð ferðamanna á Snæfellsnes kalla á umbætur í vegamálum, aukið viðald þjóðvega á svæðinu og örugga vetrarþjónustu, eins og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur margbent á, sem og sveitarfélögin á Vesturlandi, sbr. frétt hér og nýlega frétt um ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar hér