Grundarfjarðarbær hefur kært framkvæmd samkeppninnar um rafrænt samfélag til kærunefndar útboðsmála.     Eru m.a. gerðar athugasemdir við breytingar á valmælikvörðum samkeppninnar, sem bitnuðu sérstaklega illa á umsókn og hugmyndum Grundfirðinga um rafrænt samfélag.  Eftir forval sl. vor var umsókn Grundarfjarðarbæjar valin til áframhaldandi þátttöku í samkeppninni.  Umsókn Grundarfjarðarbæjar var byggð á hugmyndavinnu undirbúningshópa sem tryggðu víðtækt samráð við íbúana.  

 

Búst er við að kærunefndin taki málið fyrir innan tíðar.