- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Jólin voru framlengd um einn dag í Grundarfirði að þessu sinni. Þrettándabrennan sem vera átti í gær, var slegin af vegna roks. Hún fór fram í dag og var margt álfa og furðufólks á ferðinni, þar á meðal álfadrottningin sjálf og álfakóngur.
Það var foreldra- og kennarafélag Grunnskólans sem stóð fyrir skemmtuninni og Björgunarsveitin Klakkur sá fyrir vel heppnaðri flugeldasýningu.