- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Einu sinni byrjuðu jólin alltaf í Þórðarbúð.
Dagana 21. – 23. desember, kl. 16 – 18, verður sérstök jólasýning í leikfangasafninu Þórðarbúð í Sögumiðstöðinni.
Af því tilefni fylgir hér upprifjun um kvöld á aðventu frá manni sem upplifði ævintýrið í Þórðarbúð sem ungur drengur: „Það voru bara nokkrir dagar til jóla og við krakkarnir farin að hlakka til. Bráðum kæmi jóladótið í búðirnar. Svo var það kvöld eitt, eftir lokun, að gluggar búðanna voru byrgðir með umbúðapappír og allir vissu hvað var á seyði. Jólavörurnar voru komnar. Við héngum á gluggunum í von um að einhversstaðar væri rifa sem við gætum gægst inn um. Tilhlökkunin var mikil því leikföng sáust ekki í búðum nema þessa fáu daga fyrir jól.“
Allir eru velkomnir! Frítt er inn fyrir börn og Vini Sögumiðstöðvar, en aðrir greiða 500 krónur.