- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á Þorláksmessukvöld verða birtir fjórðu og þar með síðustu rafrænu tónleikarnir í tónleikaröðinni, Jólalögin á aðventunni.
Að þessu sinni verða tónleikarnir birtir kl. 20 á Þorláksmessukvöld á Youtube - rás Grundarfjarðarbæjar.
Við hvetjum ykkur eindregið til þess að hlýða á fagran söng og ljúfa tóna með okkur, heima í stofu - saman í jólakúlunni ykkar.
Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju og Grundarfjarðarbær vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu skemmtilega ferðalagi með okkur á aðventuhátíðinni.
Sérstakar þakkir til allra söngvarana, sem margir hverjir komu okkur á óvart með frammistöðu sinni. Við erum svo sannarlega umvafinn hæfileikaríkum aðilum og gaman verður að fylgjast með þeim í náinni framtíð.
Hér er hlekkur á Youtube - rás Grundarfjarðarbæjar og hér er hlekkur á viðburðinn á Fésbókinni.
Við vonum svo innilega að þið njótið vel og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar.
Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju og Grundarfjarðarbær